Panta kynningu

Rafrænt útibú fyrir apótekið þitt

Rafrænt útibú fyrir apótekið þitt

Medio er eina vefverslunarkerfið  sem hefur hlotið staðfestingu Lyfjastofnunar

Eina vefverslunin sem hefur hlotið staðfestingu lyfjastofnunar er appotek.is og er hún hluti af Medio. Hægt er að klæðskerasníða í Medio allt sem snýr að viðskiptavinum, starfsmönnum og afslætti. Það felur í sér vefverslun, stjórnborð og afsláttarkerfi.

Medio getur tengst birgðakerfinu þínu og birt viðeigandi vörur í vefverslun, uppfært birgðastöðu og bókað reikninga.

Einföldun á flóknum ferlum

Medio styttir bæði lyfjafræðingum og notendum sporin. Þegar læknir hefur skrifað upp á lyfseðil fer hann inn í lyfseðlagátt landlæknis.

  • Við innskráningu notanda sækir Medio lyfseðla beint úr lyfseðlagátt.
  • Verð á lyfjum eru síðan sótt til Sjúkratrygginga Íslands og birt notanda.
  • Viðskiptavinir geta því pantað lyfseðla í kerfinu hnökralaust og séð yfirlit yfir pantanir sínar.
  • Lyfjafræðingar geta í framhaldinu afgreitt pantanir í afgreiðslukerfi Medio.
  • Medio sendir sjálfkrafa tilkynningu til notanda þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.

Myndir úr kerfinu

Fullbúin vefverslun

Verslunin er bæði notendavæn og söludrifin. Þegar notendur panta vörur þá flæða þær í gegnum Medio og niður í birgðarkerfi. Kerfið gefur því yfirsýn yfir lyfjapantanir og er að fullu sjálfvirkt.

Hið fullkomna stjórnborð

Í stjórnborði Medio ertu með ítarlegt yfirlit yfir stöðu pantana og uppflettingu í lyfjaverðskrá. Sterk aðgangsstýring tryggir að viðkvæm gögn komast ekki í rangar hendur. 

Öryggi upplýsinga

Öryggi er grunnstoð Medio og unnið er eftir öllum helstu öryggisstöðlum.
Notast er við rafræna auðkenningu í gegnum island.is og farið er eftir persónuverndarlögum GDPR.

Teymið

Þróun Medio er unnin af sérfræðingum í hugbúnaðarþróun, sem sérhæfa sig í smíði stærri vefkerfa. Medio er samstarfsverkefni Reiknistofu Apótekanna (RXA) og Kaktus Kreatives.

Viðskiptavinir

 

Haukur Ingason

Eigandi Garðs Apóteks

Appótek Garðs Apóteks er unnið í samstarfi við Medio og þykir okkur vinnubrögð hjá starfsmönnum þeirra einkar fagmannleg þar sem ríkur skilningur þeirra á verkefninu hefur gert samstarfið einstaklega ánægjulegt og fær Medio kerfið því okkar bestu meðmæli.